Fréttir | 21. nóv. 2021

Minningardagur umferðarslysa

Forseti sækir minningarathöfn um þau sem látist hafa í umferðinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa og eru athafnir haldnar árlega um allan heim af því tilefni. Slysavarnafélagið Landsbjörg og fleiri viðbragðsaðilar standa fyrir táknrænum athöfnum víða um land í dag, þar á meðal í Skógarhlíð þar sem forseti hélt ávarp, ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni, ráðherra samgöngumála. Í ávarpi sínu færði forseti þeim starfsstéttum þakkir sem sinna björgun og aðhlynningu þegar umferðarslys verða. Þá var kveikt á kertum og þeirra sem látist hafa í umferðinni minnst með einnar mínútu þögn. Athöfninni var streymt á netinu og má m.a. sjá upptökuna á facebook-síðu forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar