Fréttir | 25. nóv. 2021

Framúrskarandi ungir Íslendingar

Forseti afhendir viðurkenningu samtakanna Junior Chamber International á Íslandi við hátíðlega athöfn í Reykjavík. Tíu voru tilnefnd og verðlaunin í ár hlaut Þórunn Eva G. Pálsdóttir fyrir framlag til barna og mannréttinda. Þórunn er sjúkraliði og höfundur barnabókarinnar Mia fær lyfjabrunn. Sjálf á hún barn með lyfjabrunn og veitir bókin innsýn í þann heim. Þórunn stofnaði einnig góðgerðarfélagið Mia Magic sem styður við langveik börn og fjölskyldur þeirra.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar