Fréttir | 29. des. 2021

Ríkisráð

Ríkisráð kemur ekki saman hinn 31. desember 2021 eins og venja hefur verið undanfarna áratugi. Ástæðan er sú að í það minnsta þrír ráðherrar verða í einangrun um áramótin vegna kórónuveirusmits.

Sú hefð að hafa fund í ríkisráði á gamlársdag hefur verið við lýði frá
því að Kristján Eldjárn tók við embætti forseta Íslands. Á því hafa orðið
þrjár undantekningar fram til þessa. Árið 1978 var ríkisráðsfundur
haldinn degi fyrr og mun það hafa verið vegna þess að gamlársdag það ár
bar upp á sunnudag. Árið 1980, á fyrsta ári Vigdísar Finnbogadóttur á
forsetastóli, var fundur boðaður en honum frestað á síðustu stundu vegna
spennu og vanda í stjórnarsamstarfi. Árið 1989 var ríkisráðsfundur
haldinn laugardaginn 30. desember, aftur væntanlega svo að hann
skaraðist ekki á við messutíma á sunnudegi. Æ síðan hefur ríkisráð komið
saman á gamlársdag.

Næsti fundur í ríkisráði verður boðaður á nýju ári en dagsetning verður ákveðin síðar. Sjá fréttatilkynningu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar