Fréttir | 10. jan. 2022

Svikasíður á Facebook

Starfsmönnum forsetaskrifstofunnar hefur nokkrum sinnum verið bent á svikasíður á Facebook þar sem óprúttnir aðilar þykjast vera forseti Íslands og bjóða fólki að taka þátt í leik eða fá senda peninga. Af þessu tilefni vill skrifstofa forseta taka skýrt fram að embættið og forsetinn standa ekki fyrir neinum leikjum eða peningagjöfum á Facebook og viljum við vara fólk eindregið við því að senda óþekktum aðilum bankareikningsnúmer sitt á samfélagsmiðlum án þess að hafa gengið úr skugga um að þar sé um eðlileg og raunhæf viðskipti að ræða. Starfsmenn forsetaskrifstofu hafa reynt að fá Facebook til að loka reikningi aðila sem stunda svona svik í nafni forseta Íslands en það ber ekki alltaf árangur.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar