Fréttir | 13. jan. 2022

Vísindi á Suðurlandi

Forseti flytur ávarp á árlegum hátíðarfundi Vísinda- og rannsóknarsjóðs Suðurlands. Í ár réðu sóttvarnir því að fundinum var streymt. Fræðslunetið – Símenntun á Suðurlandi og Háskólafélag Suðurlands stóð að venju að viðburðinum. Að þessu sinni fengu tveir vísindamenn styrk úr rannsóknarsjóðnum, þeir Marco Mancini fyrir rannsóknir sínar á hitakærum maurum á jarðhitasvæðum sunnanlands, og Stephen Hurling fyrir rannsóknir á lífi sjósvölu og stormsvölu við Vestmannaeyjar. Þá hlaut Magnús J. Magnússon, fyrrverandi skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, Menntaverðlaun Suðurlands fyrir framlag til leiklistarstarfs meðal grunnskólanema.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar