Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Senegals gagnvart Íslandi, Fatimata Dia, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um nauðsyn þess að auka notkun endurnýjanlegra orkugjafa í Senegal. Þá var rætt um skýrar framfarir þar í landi á sviði kynjajafnréttis. Einnig var rætt um möguleika á samstarfi Íslands og Senegals á sviði sjávarútvegs. Forseti rakti sjónarmið íslenskra stjórnvalda á sviði mannréttinda, jafnréttismála og umhverfismála.