• Ljósmynd/Ólavur Frederiksen
  • Orðuhafar ásamt forseta Íslands, en tveir orðuhafa áttu ekki heimangengt. Ljósmynd/Ólavur Frederiksen
  • Ljósmynd/Ólavur Frederiksen
  • Ljósmynd/Ólavur Frederiksen
  • Ljósmynd/Ólavur Frederiksen
  • Ljósmynd/Ólavur Frederiksen
  • Ljósmynd/Ólavur Frederiksen
  • Ljósmynd/Ólavur Frederiksen
  • Ljósmynd/Ólavur Frederiksen
  • Ljósmynd/Ólavur Frederiksen
  • Ljósmynd/Ólavur Frederiksen
  • Ljósmynd/Ólavur Frederiksen
  • Ljósmynd/Ólavur Frederiksen
  • Ljósmynd/Ólavur Frederiksen
Fréttir | 10. maí 2022

Orðuveiting í Færeyjum

Forseti sæmir þrettán Færeyinga riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir hugrekki og þrautseigju við björgunarstörf eftir flugslysið á Mykinesi þann 26. september 1970. Slysið átti sér stað þegar vél Flugfélags Íslands, TF-FIL, rakst á hæsta tind eyjarinnar, Knúk, í aðflugi að flugvellinum í Vogum. Átta manns létust í slysinu, einn Íslendingur og sjö Færeyingar, en 26 manns komust lífs af. Vélin brotlenti í um 450 metra hæð og vann björgunarliðið þrekvirki við afar erfiðar aðstæður. Þrettán þeirra eru enn á lífi. Við hátíðlega athöfn í Þórshöfn í Færeyjum í dag færði forseti þeim þakkir frá íslensku þjóðinni og sæmdi þau heiðursmerki fálkaorðunnar. Þau eru:

Aksel Niclasen, fyrrverandi sjómaður.
Annfinnur á Túvuvølli Jensen, fyrrverandi fiskverkamaður.
Bjarni Hansen, bóndi.
Dánjal Danielsen, fyrrverandi vélstjóri.
Jaspur Joensen, fyrrverandi skipstjóri.
Jákup í Løðu, fyrrverandi kennari.
Johan Hendrik Olsen, fyrrverandi sjómaður.
Jóhannes Fredrik Meinhard Summaldur Joensen, fyrrverandi sjómaður.
Karl Mikkelsen, fyrrverandi sjómaður.
Katrin Dahl hjúkrunarfræðingur.
Kjartan Simonsen, fyrrverandi smiður.
Leon Heinesen, fyrrverandi vitavörður.
Reðin Leonsson, fyrrverandi lögreglumaður.

Fréttatilkynning.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar