Fréttir | 11. maí 2022

Flugslysið á Mykinesi

Forseti heimsækir eyjuna Mykines í Færeyjum, þar sem mannskætt flugslys Flugfélags Íslands varð árið 1970. Við fjallið Knúk hefur minnisvarði verið reistur um flugslysið og björgunarafrek sem þar var unnið. Ferð forseta á Mykines var farin í kjölfar þess að þrettán Færeyingar voru sæmdir riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir hugrekki og þrautseigju við björgunarstörfin fyrir hálfri öld.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar