• Maron Kristofersson tekur við Máltækniverðlaununum 2022 fyrir hönd fyrirtækisins Aha.is. Ljósmynd/Golli
  • Maron Kristofersson tekur við Máltækniverðlaununum 2022 fyrir hönd fyrirtækisins Aha.is. Ljósmynd/Golli
  • Ljósmynd/Golli
  • Ljósmynd/Golli
  • Ljósmynd/Golli
  • Ljósmynd/Golli
  • Ljósmynd/Golli
  • Ljósmynd/Golli
Fréttir | 12. maí 2022

Máltækniráðstefna

Forseti flytur ávarp á ráðstefnu Almannaróms og Samtaka atvinnulífsins um máltækni í atvinnulífi og samfélagi. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Tölum um framtíðina" og var sjónum beint að tæknivæðingu tungumálsins. Eliza Reid forsetafrú kom einnig fram á ráðstefnunni, í myndbandi um notkun máltæknilausna fyrir fólk sem lærir íslensku sem annað mál. Þá afhenti forseti Máltækniverðlaunin, sem veitt voru í fyrsta sinn á ráðstefnunni en tilgangur þeirra er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til að nýta máltæknilausnirnar til að veita viðskiptavinum sínum betri þjónustu. Handhafi Máltækniverðlaunanna 2022 er netverslunin Aha.is og tók Maron Kristófersson við verðlaununum fyrir þeirra hönd.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar