• Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Catherine Ashton, fyrrverandi utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og forseti. Ljòsmynd/Kristinn Ingvarsson
  • Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Catherine Ashton, fyrrverandi utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og forseti. Ljòsmynd/Kristinn Ingvarsson
Fréttir | 14. maí 2022

Afvopnun og friðarviðræður

Forseti flytur opnunarávarp á alþjóðaráðstefnu um afvopnun og friðarviðræður í Veröld – húsi Vigdísar í Reykjavík. Á ensku heitir viðburðurinn „Negotiating the future of nuclear arms control“ og er á vegum ACONA, Arms Control Negotation Academy, og er Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands meðal þeirra sem standa að því námi. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér. Í máli sínu minnti forseti á mikilvægi þess fyrir okkur Íslendinga að ýkja ekki getu okkar til áhrifa á alþjóðavettvangi en láta um leið rödd okkar heyrast sem herlaus þjóð, ein sú friðsælasta í heimi. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar