• Íslenska sendinefndin ásamt Sam Altman forstjóra OpenAI.
Fréttir | 17. maí 2022

OpenAI

Forseti leiðir íslenska sendinefnd til fundar við Sam Altman, forstjóra og eins stofnenda fyrirtækisins OpenAI, sem sérhæfir sig í gervigreind. Rætt var um þá möguleika sem felast í þróun gervigreindar en einnig um hætturnar og mikilvægi þess að ræða þær áskoranir sem við blasa, til að tryggja jöfn tækifæri í heimi gervigreindar.

Þá var rætt um möguleikana sem gervigreindarlíkön OpenAI hafa upp á bjóða þegar kemur að íslenskri máltækni. Fulltrúar Almannaróms lögðu áherslu á mikilvægi þess að íslenska verði höfð með í þeim líkönum.

Stefnt er að rannsóknarsamstarfi íslenskra háskóla við rannsóknar- og þróunaraðila OpenAI.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar