Fréttir | 12. sep. 2022

Riddaraskjöldur

Forsetahjón eru viðstödd afhjúpun riddaraskjaldar forseta, í Riddarakapellu Friðriksborgarhallar, ásamt sendiherra Íslands í Danmörku og fulltrúum dönsku hirðarinnar. Slíkir skildir eru gerðir til heiðurs þeim sem hljóta fílaorðuna, æðsta heiðursmerki danska ríkisins. Forseti var sæmdur orðunni árið 2017. Skildir forseta Íslands frá Ásgeiri Ásgeirssyni að telja eru í Riddarakapellunni og má sjá myndir af þeim í Bessastaðastofu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar