Fréttir | 17. sep. 2022

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin

Forseti á fund með dr. Hans Kluge, forstjóra Evrópuskrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Hann er hér á landi vegna alþjóðafundar Rótarýsamtakanna en þau hafa stutt dyggilega bólusetningarátak til að vinna bug á mænusótt í heiminum. Rætt var um þann atbeina á fundinum en einnig aðgerðir vegna Covid-19 og stuðning íslenskra stjórnvalda við heilbrigðisþjónustu í Úkraínu og annan atbeina í þágu úkraínsku þjóðarinnar. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar