Fréttir | 30. sep. 2022

Menntaskólinn á Tröllaskaga

Forseti heimsækir nemendur og kennara Menntaskólans á Tröllaskaga. Skólinn tekur nú þátt í ERASMUS samstarfsverkefninu „Matur og menning“ með skólum frá Ítalíu og Spáni, þar sem matarhefðir og sjálfbærni eru til umfjöllunar. Forseti fékk kynningu á skólastarfinu og hélt ávarp. Þá var snæddur kvöldverður í mötuneyti skólans þar sem nemendur buðu til veislu með ýmsum þjóðlegum réttum og kynntu menningu þeim tengdum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar