Fréttir | 12. okt. 2022

Krónprins Noregs

Forseti tekur á móti Hákoni, krónprins Noregs, sem er á Íslandi vegna Hringborðs norðurslóða. Við komuna til landsins fylgdi forseti krónprinsinum að gosstöðvunum við Fagradalsfjall. Gengið var eftir Langahrygg að Stóra-Hrút ásamt landverði og með leiðsögn Kristínar Jónsdóttur eldfjallafræðings, sem fræddi forseta og krónprinsinn um eldvirkni á Reykjanesskaga.

Að lokinni göngu buðu forsetahjón til kvöldverðar fyrir krónprinsinn og fylgdarlið á Bessastöðum. Borðræðu forseta má lesa hér á norsku og á íslensku.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar