Fréttir | 13. okt. 2022

Forseti Eistlands

Forseti tekur á móti Alar Karis, forseta Eistlands. Rætt var um samstarf Íslands og Eistlands, ekki síst á sviði Norðurslóða og umsókn Eistlands um stöðu áheyrnaraðila í Norðurskautsráðinu, sem íslensk stjórnvöld styðja. Þá var rætt um stuðning beggja ríkja við Úkraínu. Fundinn sátu einnig Lauri Bambus, sendiherra Eistlands gagnvart Íslandi, og Harald Aspelund, sendiherra Íslands gagnvart Eistlandi.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar