• Ljósmyndari/Rakel Ósk Sigurðardóttir
  • Ljósmyndari/Rakel Ósk Sigurðardóttir
  • Ljósmyndari/Rakel Ósk Sigurðardóttir
  • Ljósmyndari/Rakel Ósk Sigurðardóttir
  • Ljósmyndari/Rakel Ósk Sigurðardóttir
Fréttir | 19. okt. 2022

Bókmenntasamtal

Eliza Reid forsetafrú tekur þátt í bókmenntasamtali ásamt Jenni Haukio, forsetafrú Finnlands, í Norræna húsinu í Reykjavík. Viðburðurinn er liður í dagskrá ríkisheimsóknar forsetahjóna Finnlands til Íslands. Fundurinn bar yfirskriftina Shifting Perspectives – Literature and National Identities. Þar ræddu þær Eliza Reid og Jenni Haukio, sem báðar hafa lagt fyrir sig ritstörf, við Eirík Örn Norðdahl og Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur rithöfunda og skáld um íslenskan og finnskan bókmenntaarf og hvernig hann mótar sjálfsmynd þjóðanna. Stjórnandi viðburðar var Sabina Westerholm, forstöðumaður Norræna hússins í Reykjavík.

Forsetafrúrnar heimsóttu einnig Þjóðminjasafnið þar sem nú stendur yfir sýning í tilefni af 75 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Finnlands. Listakonan Lóa Hjálmtýsdóttir sagði frá sýningunni þar sem vináttu og þjóðareinkennum Íslands og Finnlands er lýst í skopmyndum. Þá leiddi Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður forsetafrúrnar um sýninguna Á elleftu stundu þar sem fjallað er um rannsóknir á skráningu á íslenskum torfhúsum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar