• Andrea Calkovská, rektor Jessenius-læknadeildar, tekur á móti forsetahjónum í Martin. Ljósmynd/Matej Bórik
  • Forseti ávarpar nemendur, stjórn og starfsfólk Jessenius-læknadeildar í Martin í Slóvakíu. Ljósmynd/Matej Bórik
  • Sveinn Karlsson, varaformaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu, ávarpar fundinn.Ljósmynd/Matej Bórik
  • Forsetahjón og Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ásamt íslenskum læknanemum í Slóvakíu og stjórn Jessenius-læknadeildar háskólans.
  • Ljósmynd/Matej Bórik
  • Ljósmynd/Matej Bórik
Fréttir | 28. okt. 2022

Læknanemar í Slóvakíu

Forseti ávarpar íslenska læknanema í borginni Martin í Slóvakíu og kynnir sér starfsemi háskólans. Við Jessenius-læknadeild Komeníusarháskóla stundar nú 171 Íslendingur nám í læknisfræði. Áratugur er nú liðinn síðan fyrstu Íslendingarnir skráðu sig þar til náms, árið 2012, og hafa alls 79 íslenskir læknar útskrifast frá háskólanum síðan.

Forsetahjón eru nú í opinberri heimsókn í Slóvakíu og heimsóttu háskólann í Martin af því tilefni. Til fundarins voru einnig boðnir íslenskir nemendur í dýralæknisfræðum við háskólann í Košice í austurhluta Slóvakíu.

Í sendinefnd forseta er Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og ávörpuðu þeir nemendur, starfsfólk og stjórn skólans. Einnig tóku til máls Sveinn Karlsson, varaformaður Félags íslenskra læknanema í Slóvakíu, og Andrea Calkovská, rektor læknadeildarinnar. Þá fengu forseti og sendinefnd kynningu á kennsluaðstöðu læknadeildarinnar og spjölluðu við nemendur.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar