• Ljósmyndir/Samgöngustofa
  • Ljósmyndir/Samgöngustofa
  • Ljósmyndir/Samgöngustofa
  • Ljósmyndir/Samgöngustofa
  • Ljósmyndir/Samgöngustofa
  • Ljósmyndir/Samgöngustofa
  • Ljósmyndir/Samgöngustofa
  • Ljósmyndir/Samgöngustofa
  • Ljósmyndir/Samgöngustofa
Fréttir | 20. nóv. 2022

Minningardagur umferðarslysa

Forseti flytur ávarp og sækir minningarathöfn um þau sem látist hafa í umferðinni. Sameinuðu þjóðirnar hafa tileinkað þriðja sunnudag í nóvember alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa og eru athafnir haldnar árlega um allan heim af því tilefni. Að þessu sinni er lögð sérstök áhersla á öryggi óvarinna vegfarenda í umferðinni, gangandi og hjólandi.

Slysavarnafélagið Landsbjörg og fleiri viðbragðsaðilar standa fyrir táknrænum athöfnum víða um land. Þar á meðal var haldin minningarathöfn á þyrlupallinum við Landspítalann í Fossvogi, eftir þriggja ára hlé vegna heimsfaraldurs. Í ávarpi sínu minnti forseti á mikilvægi árvekni og varkárni í umferðinni, þakkaði öllu viðbragðsfólki ómetanleg störf þegar voða ber að höndum og bað viðstadda og þjóðina alla að hugsa hlýtt til þeirra sem misst hafa ástvini eða slasast illa í umferðarslysum. Einnig tóku til máls Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, og Jónína Snorradóttir. Hún lýsti þeirri sáru lífsreynslu að hafa með augnabliks vangá valdið banaslysi í umferðinni.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar