Fréttir | 24. nóv. 2022

Forseti Evrópuráðsþingsins

Forseti fundar með Tiny Kox, forseta Evrópuráðsþingsins, á skrifstofu forseta á Staðastað. Kox hér á landi vegna fundar stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins í Hörpu dagana 24.-25. nóvember. Ísland tók við formennsku í Evrópuráðinu þann 9. nóvember í Strassborg. Formennskunni lýkur formlega með leiðtogafundi í Reykjavík sem forsætis- og utanríkisráðherra boða til í maí 2023. Rætt var um komandi leiðtogafund í Reykjavík og áherslu Evrópuráðsins á marghliða samvinnu aðildarríkja. Fundinn sat einnig Despina Chatzivassiliou-Tsovilis, framkvæmdastjóri Evrópuráðsþingsins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar