Fréttir | 24. nóv. 2022

Aðalframkvæmdastjóri Evrópuráðsins

Forseti fundar með Marija Pejčinović Burić, aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, á skrifstofu forseta á Staðastað. Burić er hér á landi vegna fundar stjórnarnefndar Evrópuráðsþingsins í Hörpu dagana 24.-25. nóvember. Ísland tók við formennsku í Evrópuráðinu þann 9. nóvember í Strassborg. Formennskunni lýkur formlega með leiðtogafundi í Reykjavík sem forsætis- og utanríkisráðherra boða til í maí 2023. Forseti ræddi komandi leiðtogafund við Burić en auk þess var rætt um helsta markmiðið í formennskutíð Íslands, sem  verður að efla grundvallargildi Evrópuráðsins: lýðræði, réttarríkið og mannréttindi.

Fundinn sátu einnig Ragnhildur Arnljótsdóttir, sendiherra fastanefndar Íslands hjá Evrópuráðinu, Zoltan Taubner, ritari ráðherranefndar Evrópuráðsins og Gianluca Espositu, varaframkvæmdastjóri Evrópuráðsins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar