• Alls voru sex öndvegisverkefni tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Þau eru unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki og hlutu þau öll viðurkenningu. Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Handhafar Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands, þeir Axel Pálsson, Tómas Frostason og Tómas Orri Pétursson ásamt forseta og leiðbeinanda verkefnisins Pétri Má Halldórssyni. . Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Þorsteinn Ingi Stefánsson Rafnar og Árni Steinar Þorsteinsson ásamt forseta. Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Berglind Pétursdóttir ásamt forseta. Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Karen Lind Árnadóttir ásamt forseta. Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Kristín Embla Guðjónsdóttir og Sigríður Hlíðkvist G. Kröyer ásamt forseta.Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Unnar Bæring Sigurðsson, Óli Sveinn Bernharðsson, Atli Örn Friðmarsson og Lara De Stefano ásamt forseta.Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Handhafar Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands, þeir Axel Pálsson, Tómas Frostason og Tómas Orri Pétursson ásamt forseta. Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmyndir/Arnaldur Halldórsson
Fréttir | 30. jan. 2023

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

Forseti afhendir nýsköpunarverðlaun við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Verðlaunin hlutu þeir Axel Pálsson, Tómas Frostason og Tómas Orri Pétursson fyrir verkefnið Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika. Allir eru þeir verkfræðinemar við Háskólann í Reykjavík og leiðbeinandi þeirra var Pétur Már Halldórsson hjá íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Nox Medical. 

Verkefnið fólst í hönnun og smíði frumgerðar að tæki til aðstoðar við endurhæfingu á skertri skynjun í höndum vegna heilablóðfalls. Auk tækisins var hannað snjallforrit sem gegnir margþættu hlutverki.

Alls voru sex öndvegisverkefni tilnefnd til verðlaunanna í ár. Þau eru unnin af háskólanemum í samstarfi við leiðbeinendur og fyrirtæki og hlutu þau öll viðurkenningu:

• Jöklabreytingar og sjávarstaða umhverfis Ísland
• Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika
• Sea Saver
• Digital Symptom Tracker for Kidʼs Periodic Fever
• Myndræn skráning búsetuminja og lýðvirkjun
• Leikskólalóðir á norðurslóðum

Nánari upplýsingar um hvert verkefni má finna á vef Rannsóknamiðstöðvar Íslands – Rannís. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar