Fréttir | 03. feb. 2023

Opið hús á Safnanótt

Forsetahjón taka á móti gestum og gangandi í opnu húsi á Bessastöðum í tilefni Safnanætur á Vetrarhátíð. Boðið var upp á þá nýbreytni í ár að varpa kvikmynd á gafl Bessastaðakirkju. Þar mátti sá samantekt frá Kvikmyndasafni Íslands á hreyfimyndum frá íslensku mannlífi í forsetatíð nokkurra fyrrverandi forseta. 

Gestir voru auk þess boðnir velkomnir í Bessastaðastofu og gátu skoðað móttökusal og bókhlöðu forsetasetursins. Bessastaðastofa var byggð á 18. öld og á sér merka sögu. Í húsinu má sjá sýnishorn gjafa, sem forseta hafa borist, og fornleifar í kjallara veita innsýn í búsetu á Bessastöðum allt frá landnámstíð. 

Starfsmenn embættis forseta og aðstoðarmenn veittu upplýsingar um staðinn og voru gestum til aðstoðar.

Myndsafn frá opnu húsi má sjá hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar