• Gísli Herjólfsson, forstjóri Controlant, og Erlingur Brynjúlfsson, framkvæmdastjóri vöruþróunar, ásamt forseta með heiðursverðlaun Skýs á UTmessunni.
  • AWAREGO var valið UT-fyrirtæki ársins 2022 og tók Ragnar Sigurðsson á móti þeim verðlaununum.
  • Snerpa Power fékk verðlaun sem UT- sprotinn 2022 og tóku Íris Baldursdóttir og Eyrún Linnet við verðlaununum.
  • CERT-ÍS var valið UT- Stafræna þjónustan 2022 og tók Guðmundur Arnar Sigmundsson við þein verðlaunum.
  • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir tók við verðlaunum sem UT-Fjölbreytileika fyrirmynd ársins 2022.
Fréttir | 03. feb. 2023

UTmessan

Forseti afhendir upplýsingatækniverðlaun Skýs, Skýrslutæknifélags Íslands, á UTmessunni. Verðlaunin hafa verið veitt árlega síðan 2010 fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi.

Í ár hlaut hátæknifyrirtækið Controlant heiðursverðlaunin og afhenti forseti Íslands stofnendunum, þeim Gísla Herjólfssyni forstjóra og Erlingi Brynjúlfssyni, framkvæmdastjóra vöruþróunar, glerlistaverk eftir Ingu Elínu. Controlant var stofnað árið 2007 á Íslandi og hefur vaxið hratt undanfarin ár. Í dag starfa 430 manns hjá Controlant og starfstöðvarnar eru á Íslandi, í Hollandi, Danmörku, Póllandi og Bandaríkjunum. Í umsögn dómnefndar segir að mörg af stærstu lyfjafyrirtækjum heims reiði sig á lausnir Controlant og má þar m.a. nefna Pfizer, Roche, og Johnson & Johnson.

Við sama tækifæri afhenti forseti þrenn verðlaun til viðbótar. AWAREGO var valið UT-fyrirtæki ársins 2022 og tók Ragnar Sigurðsson á móti þeim verðlaununum. Snerpa Power fékk verðlaun sem UT- sprotinn 2022 og tóku Íris Baldursdóttir og Eyrún Linnet við verðlaununum. CERT-ÍS var valið UT- Stafræna þjónustan 2022 og tók Guðmundur Arnar Sigmundsson við þein verðlaunum. Loks tók Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir við verðlaunum sem UT-Fjölbreytileika fyrirmynd ársins 2022.

UTmessan er bæði ráðstefna fyrir fagfólk í upplýsingatækni og tæknisýning fyrir almenning. Viðburðurinn stendur í tvo daga, 3.- 4. febrúar.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar