Fréttir | 18. feb. 2023

Þýðingaverðlaun

Forseti afhendir Íslensku þýðingaverðlaunin og flytur ávarp við hátíðlega athöfn á Gljúfrasteini. Pétur Gunnarsson hlaut verðlaunin í ár fyrir þýðingu sína á Játningunum, verki heimspekingsins Jeans Jacques Rousseau. Mál og menning gaf verkið út.

Bandalag þýðenda og túlka veitir Íslensku verðlaunin í samstarfi við Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda. Í dómnefnd sátu Elísabet Gunnarsdóttir, Guðrún H. Tulinius formaður og Þórður Helgason og voru sex aðrir þýðendur tilnefndir: Árni Óskarsson fyrir Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu eftir Olgu Tokarczuk, Friðrik Rafnsson fyrir Svikin við erfðaskrárnar: Ritgerð í níu hlutum eftir Milan Kundera, Heimir Pálsson fyrir Norrlands Akvavit eftir Torgny Lindgren, Jón St. Kristjánsson fyrir Uppskrift að klikkun eftir Ditu Zipfel, Silja Aðalsteinsdóttir fyrir Aðgát og örlyndi eftir Jane Austen og Soffía Auður Birgisdóttir fyrir Útlínur liðins tíma eftir Virginiu Woolf.

Ávarp forseta má lesa hér.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar