Fréttir | 18. feb. 2023

Hugsaðu um heilsuna

Forseti flytur opnunarávarp á ráðstefnu um öndun, kulda, streitu og seiglu. Á ráðstefnunni var sjónum beint að rannsóknum sem gerðar hafa verið á ávinningi þess að beita náttúrulegum aðferðum, öndun og kuldaböðum, til að draga úr streitu og bæta líðan. Fyrirlesarar voru Susanna Søberg, doktor í efnaskiptum, Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir, og bandaríski blaðamaðurinn James Nestor en að ráðstefnunni stóð Vilhjálmur Andri Einarsson heilsuþjálfari. Í máli sínu ræddi forseti um mikilvægi lýðheilsu og eigin reynslu af sjósundi við Íslandsstrendur.

Að ráðstefnunni lokinni fóru ráðstefnugestir í sjósund í Nauthólsvík.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar