Fréttir | 11. maí 2023

Norrænir fréttastjórar

Forseti tekur á móti fréttastjórum norrænna ríkisfjölmiðla. Hópurinn er hér á landi vegna árlegs fundar sem fréttastofur ríkisfjölmiðla á Norðurlöndum skiptast á að halda. Í ár er það RÚV sem fer með gestgjafahlutverkið. Fulltrúar RÚV, NRK, SVT, SR, YLE og DR komu til fundar við forseta á Bessastöðum af því tilefni. Rætt var um norrænt samstarf, fjölmiðlafrelsi og hlutverk forseta í íslenskri stjórnskipun. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar