Fréttir | 12. maí 2023

50 ára afmæli LSS

Forseti heiðrar slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn í afmælisfagnaði Landssambands þeirra. Félagið var stofnað 12. maí 1973 og á því 50 ára afmæli. Í tilefni dagsins var opið hús í nýrri félagsaðstöðu LSS í Reykjavík og afhenti forseti fyrrverandi formönnum félagsins heiðursmerki. Þá færði forseti félagsmönnum öllum hamingjuóskir í tilefni tímamótanna og hins nýja húsnæðis og þakkaði þeim mikilvæg störf í samfélagsþágu.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar