Fréttir | 15. maí 2023

Alþjóðlegi jafnréttisskólinn

Forsetahjón taka á móti nemendum Alþjóðlega jafnréttisskólans. Skólinn heyrir undir Hugvísindasvið Háskóla Íslands og er markmið hans að stuðla að jafnrétti kynjanna og félagslegu réttlæti með menntun og þjálfun fólks til jafnréttisstarfa í þróunarlöndum og á átakasvæðum. Skólinn hefur starfað hér á landi í 14 ár og á þessu misseri eru nemendur 23 talsins frá 16 löndum. Forseti og forsetafrú fluttu stutt ávörp og fulltrúar nemenda lýstu námi sínu hér og framtíðaráformum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar