Fréttir | 17. maí 2023

Hringsjá

Forseti flytur ávarp og afhendir verðlaun við útskrift hjá Hringsjá. Þann stað sækir fólk sem þarf á náms- og starfsendurhæfingu að halda eftir hlé á námi eða vinnu vegna sjúkdóma, slysa eða annarra áfalla. Hringsjá er til húsa við Hátún í Reykjavík. Í máli sínu minnti forseti meðal annars á mikilvægi þess að allt fólk fái tækifæri til að sýna hvað í því býr, sér sjálfu og öðrum til heilla. Menntakerfið þurfi að vera sveigjanlegt og Hringsjá sé nauðsynlegur hluti þess.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar