• Ljósmynd/Eggert Guðmundsson
Fréttir | 18. maí 2023

Leikhópurinn Perlan

Forseti flytur ávarp og afhendir viðurkenningu á afmælissýningu leikhópsins Perlunnar. Sigríður heitin Eyþórsdóttir stofnaði hópinn og Bergljót Arnalds, dóttir hennar, leikstýrir honum núna. Sýnd voru verkin Mjallhvít og dvergarnir sjö og Slysaskot í Palestínu. Að því loknu flutti forseti ávarp, fagnaði starfi hópsins og minnti á mikilvægi hans í samfélagi fjölbreytni, umburðarlyndis og rýmis fyrir ólíkt fólk. Forseti afhenti Sigfúsi Sveinbirni Svanbergssyni einnig viðurkenningarskjal. Fúsi hefur starfað með leikhópnum frá upphafi. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, tók einnig til máls og afhenti tónlistarmanninum Mána Svavarssyni þakkarskjal fyrir störf hans með Perlunni. 

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar