Forsetahjón taka á móti liðsmönnum W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, og gestum þeirra í Daisy Ladies, félagsskap af svipuðum toga í Finnlandi. Í ávörpum sínum ræddu forseti og forsetafrú þær áskoranir sem konur af erlendum uppruna geta mætt í samfélaginu og nauðsyn þess að vinna áfram gegn kynbundnu ofbeldi, heimilisofbeldi og viðlíka meinsemdum.