Forseti flytur opnunarávarp á alþjóðaráðstefnu norrænna samtaka háls-, nef- og eyrnalækna, the Nordic Association of Otolaryngology. Ráðstefnan er haldin í Reykjavík. Í máli sínu minnti forseti meðal annars á mikilvægi þess að efla og virða sérfræðiþekkingu á sviði læknavísinda en jafnframt að allri slíkri visku þurfi að fylgja efahyggja og auðmýkt, auk ríks vilja til að útskýra fræði og kenningar fyrir almenningi. Ráðstefnuna sækja sérfræðilæknar á þessu sviði frá fjölmörgum löndum.

Fréttir
|
25. maí 2023
Sérfræðingar og lækningar
Aðrar fréttir
Fréttir
|
01. júní 2023
Lokadagur Kanadaferðar
Fjögurra daga ríkisheimsókn lýkur í Nýfundnalandi- og Labrador.
Lesa frétt