Forseti á fund með fulltrúum Samráðsvettvangs trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi sem stofnað var til árið 2006. Forseti hvatti fulltrúana til að beita sér fyrir því að á þeirra vettvangi verði ætíð talað máli friðar, víðsýni og umburðarlyndis. Einnig nefndi forseti að þeim bæri að sporna gegn því að fólk yrði fyrir aðkasti vegna trúar- eða lífsskoðana. Þá rakti forseti að á Íslandi skyldum við búa við ein lög en marga siði. Það fæli í sér að hér ættu allir íbúar landsins að geta iðkað trú friðar og náungakærleiks í sátt við aðra.

Fréttir
|
26. okt. 2023
Trú- og lífsskoðunarfélög
Aðrar fréttir
Fréttir
|
06. des. 2023
Jólaljósin tendruð
Forsetahjón taka á móti skólabörnum af Álftanesi.
Lesa frétt