Forseti flytur opnunarávarp á ráðstefnunni Vinnum gullið – ný stefna í afreksíþróttum á Íslandi. Hún er haldin í Reykjavík og að henni standa Mennta- og barnamálaráðuneytið, í samstarfi við ÍSÍ, UMFÍ og Samband íslenskra sveitarfélaga. Í máli sínu minnti forseti á hvernig afreksfólk í íþróttum geti eflt heilbrigða ættjarðarást þjóða og ríkja en um leið þurfi að varast að tengja öfgafulla þjóðernishyggju við drengilega keppni. Þá nefndi forseti að leggja þurfi áherslu á hvort tveggja, lýðheilsu og almenna hreyfingu ungra sem aldinna, og hins vegar stuðning við þau sem skara fram úr í sinni íþrótt, sjálfum sér og landinu öllu til heilla.

Fréttir
|
20. nóv. 2023
Vinnum gullið!
Aðrar fréttir
Fréttir
|
06. des. 2023
Jólaljósin tendruð
Forsetahjón taka á móti skólabörnum af Álftanesi.
Lesa frétt