Fréttir | 04. júlí 2024

Kvennadeild Rauða krossins

Forsetahjón taka á móti Kvennadeild Rauða krossins í Reykjavík. Heimsókn deildarinnar var liður í árlegri sumarferð hennar. Forseti og forsetafrú ræddu við gestina um sögu Bessastaða og mikilvægi sjálfboðaliðastarfs í samfélaginu. Þegar Eliza Reid flutti hingað til lands á sínum tíma gekk hún í Kvennadeildina og sinnti afgreiðslustörfum í verslun hennar í Landspítalanum við Hringbraut.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar