• Forseti í Garðakirkju ásamt séra Vilborgu Ólöfu Sigurðardóttur, séra Hans Guðberg Alfreðssyni og jazztríóinu MÁT en það skipa þeir Matthías Hemstock, Ástvaldur Traustason og Þorgrímur Jónsson.
Fréttir | 07. júlí 2024

Sumarmessa í Garðakirkju

Forseti flytur hugvekju á sumarmessu í Garðakirkju í Garðabæ. Að þeim viðburði hvern sunnudag í sumar standa prestaköll þjóðkirkjunnar á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði auk Fríkirkjunnar í Hafnarfirði. Að guðsþjónustu lokinni bauð forseti sóknarnefnd, starfsliði Bessastaðasóknar og kórum hennar til kveðjumóttöku á Bessastöðum. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, prófastur og sóknarprestur, þakkaði forseta og forsetafrú samstarf og sambúð síðastliðin ár. Fyrir hönd þeirra hjóna færði forseti söfnuði og starfsfólki hans gagnkvæmar kveðjur. Viðgerðir standa nú yfir í Bessastaðakirkju og hefur hún verið lokuð í sumar af þeim sökum.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar