• Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, á svölum Alþingishússins.
  • Halla Tómasdóttir undirritar drengskapareið að stjórnarskránni.
  • Halla Tómasdóttir flytur innsetningarræðu sína.
  • Halla Tómasdóttir flytur innsetningarræðu sína.
  • Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, og Björn Skúlason, eiginmaður forseta, á svölum Alþingishússins.
  • Fjórir af sjö forsetum íslenska lýðeldisins. Ólafur Ragnar Grímsson, Vigdís Finnbogadóttir, Halla Tómasdóttir og Guðni Th. Jóhannesson. Ljósmynd: Sigurjón Ragnar.
  • Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, ásamt Vigdísi Finnbogadóttur sem kjörin var forseti, fyrst kvenna, árið 1980. Ljósmynd/Sigurjón Ragnar.
Fréttir | 01. ágú. 2024

Halla Tómasdóttir sett í embætti forseta

Halla Tómasdóttir sver drengskapareið að stjórnarskránni og er sett í embætti forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Alþingishúsinu. Embættistakan hófst með helgistund í Dómkirkjunni en að henni lokinni var gengið til athafnar í Alþingishúsinu. Þar lýsti formaður landskjörstjórnar, Kristín Edwald, forsetakjöri áður en drengskaparheit var unnið. Að því loknu gekk forseti fram á svalir Alþingishússins og minntist fósturjarðarinnar. Almenningur var boðinn velkominn á Austurvöll til að fylgjast með athöfninni og fagna nýjum forseta. Í fyrsta sinn voru þar settir upp skjáir svo viðstödd gætu fylgst með athöfninni en hún var jafnframt sýnd í beinni útsendingu á RÚV og má sjá upptöku athafnarinnar hér.

Ávarp forseta má nálgast hér á íslensku og hér í enskri þýðingu.

Myndasafn frá innsetningu Höllu Tómasdóttur.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar