Fréttir | 13. ágú. 2024

Vindáshlíð

Forseti heimsækir sumarbúðir KFUM og KFUK í Vindáshlíð og ræðir við flokk unglingsstúlkna sem þar dvelur. Tinna Rós Steinsdóttir, formaður stjórnar sumarbúðanna, tók á móti forseta og kynnti starfið fyrir henni. Þá svaraði forseti spurningum frá stúlkunum og snæddi loks með þeim kvöldverð í mötuneyti sumarbúðanna. Stúlkurnar eru á aldrinum 13 til 16 ára og eru á fimm daga námskeiði í Vindáshlíð. Þar hafa verið starfræktar sumarbúðir fyrir stúlkur frá árinu 1947.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar