Forseti tekur á móti hópi barna frá austurströnd Grænlands. Þau eru hér á landi til að læra sund og kynnast um leið íslensku samfélagi. Börnin sækja sundtíma með jafnöldrum í grunnskólum í Kópavogi, fara í skoðunarferðir, heimsóknir og fleira. Frá árinu 2005 hafa Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands, og taflfélagið Hrókurinn átt veg og vanda af slíkum heimsóknum ár hvert.
Stefán Herbertsson, stjórnarmaður í Kalak, og Hrafn heitinn Jökulsson voru frumkvöðlar í þessum efnum. Kópavogsbær, hið opinbera og ýmis íslensk fyrirtæki styrkja Íslandsför ungmennanna.