Forseti heimsækir háskólann Hertie School í Berlín og ræðir við nemendur og starfsfólk. Skólinn, sem var stofnaður árið 2003 er með námsbrautir á framhaldsstigi m.a. í alþjóðafræðum og opinberri stjórnsýslu og er markmið námsins að undirbúa nemendur fyrir leiðtogahlutverk í stjórnsýslu, viðskiptum og stjórnmálum. Skólinn fær gjarnan til sín opinbera gesti til að ræða við nemendur og hafa meðal annars Alexander Stubb, forseti Finnlands, og Mark Rutte framkvæmdastjóri NATO, þáverandi forsætisráðherra Hollands, verið þar nýlegir gestir.
Forseti Hertie School, Dr. Cornelia Woll, forseti tók á móti forseta ásamt sendinefnd og leiddi samtal á opnum fundi með nemendum og öðrum gestum þar sem forseti sat fyrir svörum um ábyrga stjórnunarhætti.