• Ljósmynd: ÍSÍ/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmynd: ÍSÍ/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmynd: ÍSÍ/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmynd: ÍSÍ/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmynd: ÍSÍ/Arnaldur Halldórsson
  • Ljósmynd: ÍSÍ/Arnaldur Halldórsson
Fréttir | 04. jan. 2025

Íþróttamaður ársins

Forseti sækir hátíðarviðburð ÍSÍ og Samtaka íþróttafréttamanna og flytur þar ávarp. Afhentar voru viðurkenningar til íþróttafólks sérsambanda ÍSÍ og tilkynnt um kjör ÍSÍ á íþróttamanni ársins, liði ársins og þjálfara ársins. Íþróttamaður ársins 2025 er Glódís Perla Viggósdóttir, knattspyrnukona hjá Bayern München í Þýskalandi og fyrirliði íslenska landsliðsins.

Í fyrsta skipti skipuðu konur þrjú efstu sætin í kjörinu, því næstar á eftir Glódísi Perlu fylgdu Eygló Fanndal Sturludóttir lyftingakona og Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingakona. Þá var Sigurbjörn Bárðarson knapi útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ. Þjálfari ársins var valinn Þórir Hergeirsson, þjálfari kvennaliðs Noregs í handknattleik. Lið ársins var valið karlalið Vals í handknattleik en í öðru og þriðja sæti voru kvennalandslið Íslands í hópfimleikum kvenna og knattspyrnu. Björg Elín Guðmundsdóttir, sem starfað hefur fyrir handknattleiksdeild Vals og Handknattleikssamband Íslands, var valin íþróttaeldhugi ársins.

Athöfnin var í beinni útsendingu hjá ríkissjónvarpinu og má sjá upptöku frá henni hér.

Forseti Íslands er verndari íþróttahreyfingarinnar. Þess má geta að forseti sæmdi þau Glódísi Perlu Viggósdóttur og Þóri Hergeirsson bæði riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag, 1. janúar 2025, fyrir afreksárangur þeirra á sviði íþrótta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar