Fréttir | 23. sep. 2019

Upphaf Grænlandsheimsóknar

Forseti og forsetafrú hefja heimsókn sína til Grænlands. Eftir komuna til Nuuk var farið í Þjóðminjasafn Grænlands þar sem sjá má margar forvitnilegar minjar sem tengjast sögu norrænna manna og annarra sem landið hafa byggt. Að því loknu var farin skoðunarferð um höfuðstaðinn Nuuk en því næst sóttu forsetahjónin móttöku í boði aðalræðismanns Íslands, Þorbjörns Jónssonar. Áður en móttakan hófst voru Benedikte Thorsteinsson, fv. ráðherra, og Guðmundur Þorsteinsson forstöðumaður sæmd hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til samstarfs og vináttu Íslendinga og Grænlendinga.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar