Fréttir | 03. feb. 2017

Opið hús á Safnanótt

Haft var opið hús á Bessastöðum föstudaginn 3. febrúar í tilefni af Safnanótt 2017. Yfir 1200 gestir þáðu boð um að skoða staðinn og fá leiðsögn um hann og um gamlar bifreiðar sem embættið hefur til umráða. Sjálfboðaliðar frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og frá Háskóla Íslands liðsinntu starfsfólki við leiðsögn og umsjón og heilsuðu forsetahjónin upp á gesti og spjölluðu við þá.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar