Forseti á fund með Maríu Helgu Guðmundsdóttur formanni Samtakanna '78 og Kitty Anderson alþjóðafulltrúa þeirra. Rætt var um stöðu samkynheigðra víða um heim, ekki síst í lýðveldinu Tsjetsjeníu sem tilheyrir Rússlandi (Rússneska sambandsríkinu) þar sem þeir hafa sætt miklum ofsóknum. Jafnframt var rætt um nauðsyn þess að rússnesk stjórnvöld láti fara fram rannsókn á því sem þar hefur viðgengist. Á fundinum nefndi forseti einnig að í heimsókn hans og utanríkisráðherra til Rússlands fyrir skemmstu hefði sá síðarnefndi, í samræðum við starfsbróður sinn, vakið máls á mikilvægi þess að réttindi samkynhneigðra séu virt hvarvetna.

Fréttir
|
03. maí 2017
Samtökin '78
Aðrar fréttir
Fréttir
|
18. ágú. 2022
Menningarnótt á Bessastöðum
Opið hús á Bessastöðum 20. ágúst 2022.
Lesa frétt
Fréttir
|
18. ágú. 2022
Norræna lögfræðingaþingið
Forseti flytur opnunarávarp á Norræna lögfræðingaþinginu.
Lesa frétt