• Frá fyrirlestri forseta við Dartmouth College.
  • Melody Burkins forstöðumaður, Philip Hanlon rektor, forseti og Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar.
  • Forseti skoðar veggmyndir eftir Orozco í bókasafni Dartmouth í fylgd nemenda.
  • Heimsókn forseta í bóka- og skjalasafn Vilhjálms Stefánssonar.
  • Frá fundi forseta með starfsmönnum Norðurslóðastofnunar Dartmouth háskóla og Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri.
Fréttir | 08. nóv. 2022

Fyrirlestur við Dartmouth háskólann

Forseti heimsækir Dartmouth College í New Hampshire og heldur þar fyrirlestur um stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og þjóðernishyggju á tímum hnattvæðingar í fyrirlestraröð sem kennd er við Vilhjálm Stefánsson landkönnuð. Einnig átti forseti fund með rektor skólans, veitti viðtal við skólablað og heimsótti bókasafnið þar sem bækur Vilhjálms Stefánssonar eru varðveittar ásamt handritum hans. Þá átti forseti fund með fulltrúum Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar á Íslandi, sem þarna voru staddir, og starfsmönnum Norðurslóðastofnunar háskólans, Institute of Arctic Studies, auk þess sem hann skoðaði háskólasvæðið í fylgd nemenda við skólann. Hér er upptaka frá fyrirlestri forseta.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar