Forseti flytur ávarp á viðurkenningarhátíð Barnaheilla í Reykjavík. Auk þess afhenti forseti viðurkenningu samtakanna. Í ár féll hún í hlut Össurar Geirssonar, skólastjóra Skólahljómsveitar Kópavogs. Viðurkenningin er veitt árlega fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Á viðburðinum flutti Harpa Rut Hilmarsdóttir, formaður Barnaheilla, einnig ávarp.. Svanlaug Böðvarsdóttir nemandi í Fellaskóla flutti atriði úr Skrekk – ,,Skrekkur og Fellaskólafordómar” og Skólahljómsveit Kópavogs flutti tónlistaratriði. Bergrún Íris Sævarsdóttir stjórnarkona Barnaheilla stýrði athöfninni.

Fréttir
|
21. nóv. 2022
Viðurkenning Barnaheilla
Aðrar fréttir
Fréttir
|
01. júní 2023
Lokadagur Kanadaferðar
Fjögurra daga ríkisheimsókn lýkur í Nýfundnalandi- og Labrador.
Lesa frétt