Fréttir | 27. ágú. 2016

Hálendisferð

Forseti fer í stutta vettvangsferð á hálendið við Heklu og Landmannalaugar með hópi áhugamanna um náttúruvernd, þeim Önnu Dóru Sæþórsdóttur prófessor, Guðmundi Inga Guðbrandssyni framkvæmdastjóra Landverndar, Viðari Hreinssyni bókmenntafræðingi, Þóru Ellen Þórhallsdóttur prófessor og fleirum. Í ferðinni var m.a. rætt um umhverfisvernd, rammaáætlun stjórnvalda um vernd og orkunýtingu landsvæða (sbr. ramma.is) og hugmyndina um að gera allt hálendi Íslands að þjóðgarði. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar