Fréttir | 27. ágú. 2016

Hálendisferð

Forseti fer í stutta vettvangsferð á hálendið við Heklu og Landmannalaugar með hópi áhugamanna um náttúruvernd, þeim Önnu Dóru Sæþórsdóttur prófessor, Guðmundi Inga Guðbrandssyni framkvæmdastjóra Landverndar, Viðari Hreinssyni bókmenntafræðingi, Þóru Ellen Þórhallsdóttur prófessor og fleirum. Í ferðinni var m.a. rætt um umhverfisvernd, rammaáætlun stjórnvalda um vernd og orkunýtingu landsvæða (sbr. ramma.is) og hugmyndina um að gera allt hálendi Íslands að þjóðgarði. Myndir.