Fréttir | 10. sep. 2016

Forseti IPC

Forseti á fund með Sir Philip Craven, forseta IPC, Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra. Á fundinum var rætt um Paralympics leikana sem nú standa yfir í Rio de Janeiro, framlag Íþróttasambands fatlaðra á Íslandi til alþjóðlegs íþróttastarfs og framtíðarhorfur í íþróttum fatlaðra. Fundinn sátu einnig Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Íþróttasambands fatlaðra, Ólafur Magnússon framkvæmdastjóri sambandsins, Helga Steinunn Guðmundsdóttir varaforseti ÍSÍ og Xavier Gonzales framkvæmdastjóri IPC. Mynd.