Fréttir | 28. sep. 2016

Sjávarútvegur 2016

Forseti og forsetafrú opna útvegssýninguna Sjávarútvegur 2016 í Laugardalshöll. Eliza Reid er verndari sýningarinnar og afhenti fólki og fyrirtækjum í sjávarútvegi viðurkenningar fyrir vel unnin störf á þeim vettvangi. Forsetahjónin gengu síðan milli sýningarbása ásamt fylgdarliði og kynntu sér þá nýsköpun, framþróun og vandvirkni sem víðast einkennir þennan undirstöðuatvinnuveg Íslendinga og ber hróður þjóðarinnar langt út fyrir landsteina. Myndir.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar